Um okkur

Karmað býður uppá einkatíma í markþjálfun og tónheilun. Viðburði fyrir litla hópa og smávörur sem endurnæra og gleðja.

Karmað er hugarfóstur Eyglóar Scheving, hún er tónlistarkona, viðskiptafræðingur, kundalini yogakennari, hljómheilari og markþjálfi. Mikil áhugamanneskja um andlegt heilbrigði, þroska og jafnvægi. Fyrir nokkrum árum kynntist hún fyrir alvöru heilunarmætti tónlistar í gegnum möntrur og kirtan söng. Þá sökkti hún sér í þau fræði, sótti námskeið og lærði mikið möntrur og aðra heilunarsöngva ásamt því að semja nýja sem hún hefur svo leikið við í ýmiskonar tækifæri og á mörgum viðburðum. Áhuginn sem kviknaði þarna leiddi hana í kundalini jógakennaranám hjá Satya Yoga Academy í Kanada, en í kundalini yoga er mikið notast við möntrur til að hreyfa við orkunni innra með okkur. Í kjölfarið á því fór hún að kynna sér betur heim hljómheilunar og tónslökunar og því hvernig hljómar og víbringur getur nýst sem öflugt tól þegar kemur að heilun á huga og líkama. Það stýrði henni inn í næsta ævintýri, til Brighton á Englandi þar sem hún nam tónheilun hjá hörpuleikaranum Siobhan Swider í gegnum Sound healing academy í Bretlandi.Frá unga aldri hefur hún sungið, spilað og samið tónlist og er sennilega þekktust fyrir kraftmikinn söng sinn og lagasmíð með rokkhljómsveitinni Vicky. Þó nám og kunnátta sé oft gagnleg og lærdómsrík er það að stærstum hluta innsæið og tilfinningin sem stjórnar för í hennar vinnu. Þess vegna er enginn viðburður eða einkatími eins.

Eygló er einnig útskrifaður markþjálfi frá markþjálfunarnámi Virkja. Markþjálfun er vinsæl og árangursrík tækni til að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og draumum eða finna út hverjir þeir eru ef stefnan er ekki skýr. Með kraftmiklum spurningum og skýrri leiðsögn finnum við leiðina að innsæinu sem hefur að geyma skýrustu svörin fyrir hvern og einn.